• þri. 09. jan. 2018
  • Fundargerðir

2200. fundargerð stjórnar KSÍ - 9. janúar 2018

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Gísli Gíslason, Magnús Gylfason,  Borghildur Sigurðardóttir, Ingvar Guðjónsson,  Kristinn Jakobsson og Ragnhildur Skúladóttir. 
 
Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.    
 
Fjarverandi:  Jóhann Torfason, Jóhannes Ólafsson, Rúnar V. Arnarson og Vignir Már Þormóðsson. 
 
Þetta var gjört:   

  1. Ragnar Guðgeirsson frá Expectus kynnti stöðuna í stefnumótunarvinnu sambandsins.  Stjórn var einhuga í því að halda áfram stefnumótunarvinnu til að skerpa á starfsemi sambandsins en kom jafnframt með ýmsar ábendingar áherslur og næstu skref.  Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra var falið að halda áfram verkefninu með Expectus.   

  2. Fundargerð síðasta fundar
    • Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt. 

  3. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar.
    • Fjárhagsnefnd 23. & 28. nóvember 2017. 

  4. Niðurstöður starfshóps um lagabreytingar
    • Gísli Gíslason formaður starfshópsins upplýsti stjórn um athugsemdir ÍSÍ við niðurstöður starfshópsins.  Litlar efnislegar athugasemdir bárust frá ÍSÍ og tillögur starfshópsins hafa verið uppfærðar til samræmis.  Tvær efnislegar breytingar hafa verið gerðir á fyrirliggjandi tillögum, annarsvegar hvað varðar setutíma formanns og stjórnarmanna og hins vegar varðandi embættismenn stjórnar.  Stjórn samþykkti að leggja fyrirliggjandi niðurstöður starfshópsins að fengnum ábendingum ÍSÍ fram sem tillögu stjórnar á ársþingi.  Ennfremur samþykkti stjórn að senda tillögurnar strax til aðildarfélaga KSÍ og ÍTF til kynningar en fyrr í endurskoðunarferlinu óskaði starfshópurinn eftir ábendingum frá öllum aðildarfélögum KSÍ um málið.   

  5. Ársþing KSÍ
    • Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ fór yfir undirbúning ársþings sem fram fer 10. febrúar næstkomandi í Reykjavík.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að undirbúa málþing og málstofur um einstök málefni föstudaginn 9. febrúar í tengslum við ársþingið.  Stjórn samþykkti ennfremur að leggja til við ársþing að Guðmundur H. Pétursson og Steinn Halldórsson verði þingforsetar og Ágúst Ingi Jónsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson þingritarar.  Rætt um kosningar á ársþingi en framboðsfrestur til stjórnarkjörs rennur út tveimur vikum fyrir ársþing skv. lögum KSÍ.   

  6. Málefni Laugardalsvallar
    • Guðni Bergsson formaður KSÍ upplýsti stjórn um stöðu mála varðandi Laugardalsvöll.  Í kjölfar ríkisstjórnarskipta var starfshópur um völlinn endurskipaður og tók Borghildur Sigurðardóttir einnig sæti í hópnum fyrir hönd KSÍ.  Starfshópurinn á að skila af sér tillögum fyrir 1. apríl næstkomandi. 
       
  7. Málefni landsliða
    • Samþykkt að bjóða stjórn og heiðursformönnum á tvo leiki á riðlakeppni HM í Rússlandi.
    • U17 karla tekur þátt í æfingamót í Hvíta-Rússlandi í janúar.
    • Davíð Snorri Jónsson hefur verið ráðinn sem þjálfari U17 þjálfari karla til tveggja ára.     

  8. Mótamál
    • Milli stjórnarfunda var birt niðurröðun í Pepsi deild karla og kvenna sem og Inkasso deild karla eftir mikla vinnu og yfirlegu mótastjóra- og mótanefndar að höfðu samráði við fulltrúa félaganna.   

  9. Dómaramál
    • UEFA skipaði Þorvaldur Árnason á leik í UEFA youth league.
    • Dómaranefnd og starfsmenn dómaramála vinna hörðum höndum að undirbúningi komandi keppnistímabils.     

  10. Önnur mál
    • Lögð var fram ósk frá ÍTF um sameiginlegan fund ÍTF og KSÍ.  Samþykkt var að stinga upp á því við ÍTF að funda þann 18. janúar næstkomandi.
    • Samþykkt var að styrkja Stuðningsmannafélagið Tólfuna til farar á HM í Rússlandi.  Miðað er við það að KSÍ greiði fyrir 10 einstaklinga á hvern leik að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og var framkvæmdastjóra falið að ganga frá frekari útfærslu við Tólfuna.
    • Bók Sigmundar Steinarssonar um Sögu kvennaknattspyrnunnar kom út þann 21. desember síðastliðinn.  Af því tilefni var samþykkt á milli stjórnarfunda að sæma þær Ingibjörgu Hinriksdóttur, Elísabetu Tómasdóttur og Vöndu Sigurgeirsdóttur gullmerki KSÍ.
    • Lögð var tillaga að lista yfir heiðursmerki vegna 90 ára afmælis KA.  Vigni Þórmóðssyni og Birni Friðþjófssyni var falið að ljúka málinu.  Guðrún Inga Sívertsen varaformaður verður fulltrúi KSÍ á afmælisfagnaði KA.
    • Næsti stjórnarfundur verður 30. janúar 2017. 

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 19:40.