• fim. 04. jan. 2018
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerð um deildarbikarkeppni karla

Lengjubikarinn
Lengjubikarinn_logo_copy_50p

Á fundi stjórnar KSÍ 18. desember síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla. Breytingartillaga á reglugerðinni, sem samþykkt var af stjórn, var unnin af mótanefnd KSÍ. Um er að ræða breytingar á grein 2.6. 

Breytingar þessar gera ráð fyrir nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppni A-deildar í deildarbikarkeppni karla. Áður gerði reglugerðin ráð fyrir að átta lið tækju þátt í úrslitakeppni A-deildar. Eftir samþykktar breytingar munu fjögur lið taka þátt í úrslitakeppni A-deildar. 

Þau fjögur lið sem enda í efsta sæti í hverjum riðli, R1, R2, R3 og R4, leika í undanúrslitum. Sigurvegarar í undanúrslitum A-deildar leika til úrslita. Sigurvegari í úrslitaleik A-deildar telst Deildarbikarmeistari KSÍ.

Dreifibréf nr. 1/2018