• fim. 21. des. 2017
  • Landslið

U17 karla - Ísland tekur þátt í æfingamóti í Hvíta Rússlandi í janúar

KSI-MERKI-PNG

U17 ára lið karla mun taka þá í æfingamóti í Hvíta Rússlandi dagana 21.-28. janúar næstkomandi. Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir milliriðil í undankeppni EM 2018, en hann fer fram í byrjun mars.

Á mótinu taka þátt, ásamt heimamönnum, Finnland, Belgía, Litháen, Slóvakía, Ísrael, Rússland, Úkraína, Georgía, Kazahkstan og Moldavía. Ísland er í riðli með Slóvakíu, Ísrael og Rússlandi.

Þegar riðlakeppninni er lokið hefjast innbyrðis viðureignir milli riðla og mun Ísland leika fimm leiki á mótinu.