• fös. 15. des. 2017
  • Landslið

A karla - Hópurinn sem fer til Indónesíu

Indonesiuhopur-FINAL

A landslið karla fer til Indónesíu í byrjun janúar næstkomandi og leikur þar tvo leiki við heimamenn. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu taka þátt í verkefninu, en hann fer með 23 manna hóp út. 

Leikirnir fara fram 11. og 14. janúar og fara fram utan við alþjóðlega landsleikjadaga FIFA. 

Indónesía er sem stendur í 154. sæti heimslista FIFA og fór upp um 11. sæti í nýjustu útgáfu hans. A landslið karla og Indónesía hafa aldrei mæst áður á knattspyrnuvellinum.

Markmenn Fæddur Tímabil L M Félag
Frederik Schram 1995 2017 1   Roskilde FK
Rúnar Alex Rúnarsson 1995 2017 1   Nordsjælland
Anton Ari Einarsson 1994       Valur
           
Varnarmenn          
Ragnar Sigurðsson 1986 2007-2017 74 3 Rubin Kazan
Sverrir Ingi Ingason 1993 2014-2017 16 3 FC Rostov
Jón Guðni Fjóluson 1989 2008-2017 11   IFK Norrköping
Haukur Heiðar Hauksson 1991 2014-2016 7   AIK
Hólmar Örn Eyjófsson 1990 2012-2017 6   Levski Sofia
Hjörtur Hermannsson 1995 2016-2017 5   Brøndby IF
Böðvar Böðvarsson 1995 2017 3   FH
Viðar Ari Jónsson 1994 2017 3   Brann SK
Felix Örn Friðriksson         IBV
           
Miðjumenn          
Arnór Smárason 1988 2008-2017 23 2 Hammarby
Arnór Ingvi Traustason 1993 2015-2017 15 5 Malmö FF
Aron Sigurðarson 1994 2016-2017 5 2 Tromsö
Hilmar Árni Halldórsson 1993       Stjarnan
Mikael Neville Anderson 1998       Vendsyssel FF
Samúel Kári Friðjónsson 1996       Valerenga IF
           
Sóknarmenn          
Björn Bergmann Sigurðarson 1991 2011-2016 9 1 Molde BK
Óttar Magnús Karlsson 1997 2017 3   Molde BK
Kristján Flóki Finnbogason 1995 2017 2   Start IF
Tryggvi Hrafn Haraldsson 1996 2017 1   Halmstad  BK