FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um slagorð á rútu landsliðsins í Rússlandi
FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um val á slagorði fyrir rútur þeirra landsliða sem taka þátt í HM 2018 í Rússlandi.
Samskonar keppni var haldin í aðdraganda EM 2016 í Frakklandi, en þar var Ísland með Áfram Ísland! á rútunni sinni.
Hver einstaklingur getur sent inn eina hugmynd að slagorði fyrir Ísland, en einnig er hægt að senda inn slíkt fyrir öll hin liðin í keppninni.
Lokað verður fyrir fleiri hugmyndir 28. febrúar og í kjölfarið mun FIFA velja þær bestu sem stuðningsmenn geta síðan kosið um.
Frekari upplýsingar má finna á síðu FIFA hér fyrir neðan: