• mið. 06. des. 2017
  • Landslið

U17 karla - Ísland með Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi í milliriðlum

Getty Images for UEFA
2313300_w2

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2018 hjá U17 karla og var Ísland þar á meðal liða, en mótherjar liðsins þar verða Ítalía, Holland og Tyrkland.

Riðillinn verður leikinn í Hollandi dagana 7.-13. mars 2018.

Ísland lenti í öðru sæti í sínum undanriðli og voru mótherjar liðsins þar Rússland, Finnland og Færeyjar. 

Úrslitakeppnin verður haldin í Englandi 4.-20. maí 2018. Þau lið sem vinna riðla sína komast beint áfram ásamt þeim sjö þjóðum í öðru sæti sem hafa bestan árangur gegn liðunum í fyrsta og þriðja sæti síns riðils.

Áfram Ísland!