• þri. 05. des. 2017
  • Landslið

KSÍ auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri landslið karla

KSI-MERKI-PNG

KSÍ auglýsir eftir þjálfara í fullt starf við þjálfun U16-U19 landslið karla. 

Helstu verkefni eru eftirfarandi: 

-Aðstoðarþjálfari Þorvalds Örlygssonar í U18 og U19 ára landsliðum 

-Aðstoðarþjálfari Þorláks Árnasonar með U17 ára landslið fram yfir milliriðil/úrslitakeppni og í kjölfarið aðalþjálfari liðsins 

-Aðalþjálfari U16 ára landsliðs 

Viðkomandi þjálfari verður að minnsta kosti að vera handhafi KSÍ A/UEFA A þjálfararéttinda. 

Þjálfarinn þarf að geta hafið hlutastarf í landsliðsverkefnum milli jóla- og nýárs og samkomulagsatriði er hvenær viðkomandi getur hafið störf að fullu. 

Umsóknarfrestur er til 11.desember 2017. 

Umsóknir með ferilskrá skulu berast í netfangið arnarbill@ksi.is