• fös. 01. des. 2017
  • Landslið

HM 2018 - Dregið í riðla í dag!

2018_FIFA_WC.svg

Það er komið að því. Í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018 og í fyrsta sinn verður Ísland á meðal liða. 

Drátturinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og munu Gary Lineker og Maria Komandnaya sjá um hann. Þeim til aðstoðar verða stórstjörnurnar Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Carles Puyol og Diego Maradona. 

Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal og Íran. 

Á HM-vef FIFA er hægt að skoða skemmtilegar umfjallanir um öll 32 liðin sem taka þátt í Rússlandi og má finna tengla inn á það hér að neðan: 

Umfjallanir um öll liðin 

Umfjöllun um Ísland 

Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu FIFA ásamt textalýsingu í aðdraganda hans og má komast þangað inn hér að neðan: 

Heimasíða FIFA