• fim. 30. nóv. 2017
  • Leyfiskerfi

Haukur Hinriksson sinnti kennslu við ISDE háskólann í Barcelona

24716_isde-y-fc-barcelona-300x176

Haukur Hinriksson, lögfræðingur og leyfisstjóri KSÍ, kenndi í vikunni við ISDE háskólann í Barcelona á Spáni. ISDE (The Instituto Superior de Derecho y Economía) er laga- og viðskiptaháskóli sem stofnaður var árið 1922 og er í dag starfandi í New York, Madrid og Barcelona. 

Kenndi Haukur nemendum í meistaranámi í íþróttastjórnun og lagalegri færni en námið býður ISDE upp á í samstarfi við spænska knattspyrnufélagið Barcelona. 

Í kennslunni fór Haukur yfir nokkur lagaleg viðfangsefni í heimi knattspyrnunnar en þar ber helst að nefna lagaramma knattspyrnuhreyfingarinnar, félagaskipti, samninga leikmanna, uppeldisbætur, samstöðubætur og leyfiskerfi félaga.