• þri. 28. nóv. 2017
  • Landslið

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi hefst aftur þriðjudaginn 5. desember

2018FWC_Square_336x280px

Fyrsta hluta miðasölu HM 2018 í Rússlandi er nú lokið og var gríðarleg aðsókn í miða, en 724.760 miðar voru seldir. 

Flestar umsóknir um miða komu frá Rússlandi, eða 47%, en á topp tíu listanum eru einnig Bandaríkin, Brasilía, Þýskaland, Kína, Mexíkó, Ísrael, Argentína, Ástralía og England. 

Sala á miðum hefst að nýju þriðjudaginn næstkomandi, 5. desember, og getur fólk sótt um miða á staka leiki ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar. Hér er ekki um að ræða “fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Þar sem miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. 

Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.

Frekari upplýsingar má finna hér: 


Miðavefur FIFA