KSÍ og Sideline Sport í samstarf
KSÍ og Sideline Sport hafa gert með sér 5 ára samstarfsamning. Allir landsliðsþjálfarar sambandsins hafa fullan aðgang að hugbúnaði Sideline og hafa undanfarin ár nýtt sér forritið til leikgreiningar.
Óhætt er að segja að leikgreining á mótherjum sem og eigin landsliðum hefur átt sinn þátt í velgengni landsliðanna undanfarin ár.
KSÍ mun einnig nýta sér forritið á þjálfaranámskeiðum og munu þjálfarar sem sitja KSÍ A og Afreksþjálfun Unglinga þjálfaragráðurnar fá kennslu á hugbúnaðinn og tímabundinn aðgang að honum.
Á myndinni eru Kjartan Orri Sigurðsson, sölustjóri Sideline Sports, og Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ.