• þri. 28. nóv. 2017
  • Landslið

Ísland með næsthæstan meðalaldur í undankeppni HM samkvæmt skýrslu CIES

604999_full-lnd

CIES Football Observatory var að gefa út sína mánaðarlegu skýrslu og er hún um HM 2018 í Rússlandi. Þar voru þær þjóðir sem unnu sér inn þáttökurétt á mótinu skoðaðar frá ýmsum hliðum. 

Skýrslan tók fyrir alla leiki sem liðin léku í undankeppninni og er því mjög góður grunnur fyrir keppnina í sumar. 

Meðalaldur liða var skoðaður og þar kom í ljós að meðalaldur allra 32 liðanna er 27.4 ár. Ísland er hins vegar töluvert yfir því og situr í öðru sæti með 29 ár. Panama trónir á toppnum með 29.4 ár. 

Þegar meðalhæðin er skoðuð kemur í ljós að Ísland er með þriðja hæsta liðið sé tekið mið af undankeppninni, leikmenn liðsins eru að meðaltali 185 sm. Situr liðið í þriðja sæti listans ásamt Danmörku. Serbía, 185.6 sm, og Svíþjóð, 185.2sm, eru einu liðin sem eru hærri. Sádí-Arabía reka lestina með 176.2 sm. 

Það þriðja sem skýrslan lítur á er prósenta leikmanna sem fæddir eru erlendis, en hjá Íslandi var hún 4.5% og skilar það okkur í 14. sæti listans. Á toppnum er Marokkó með 61.5%. 

Að lokum var prósenta leikmanna sem leika með erlendum liðum skoðuð og var Ísland þar á toppnum með Króatíu og Svíþjóð. Enginn leikmanna þessara liða leikur í sínu heimalandi og er talan því 100%. 

Skýrsluna má finna á síðu CIES og er hægt að fara beint inn á skýrsluna hér að neðan: 

Skýrslan