• þri. 21. nóv. 2017
  • Landslið

KSÍ og UEFA vinna að frekari framförum í íslenskri knattspyrnu

IMG_2951

Mánudaginn 20. nóvember hófst UEFA GROW vinnuvika á Íslandi þar sem KSÍ og UEFA vinna saman að því og ræða hvernig hægt sé að þróa knattspyrnuna áfram á Íslandi. 

UEFA GROW er hannað til þess að hjálpa knattspyrnunni að dafna vel í Evrópu. Þessu verkefni var komið á laggirnar í september árið 2015 og er markmiðið að þróa íþróttina enn frekar í allri Evrópu. 

Verkefnið hjálpar til við allt tengt knattspyrnunni, hvort sem það er inni á vellinum eða fyrir utan hann. Knattspyrnusambönd fá hjálp við að bæta ímynd leiksins, komast í samband við stærri hóp fólks og fá fleiri til að spila íþróttina. UEFA GROW hjálpar einnig til við gerð heildaráætlunar fyrir starfsemi knattspyrnusambanda. 

,,KSÍ er mjög ánægt með það að vera nýjasti meðlimur í UEFA GROW. Undanfarið hafa landsliðin okkar náð frábærum árangri á meðan íþróttin hefur verið að þróast vel. Við þurfum þó að halda áfram að bæta okkur og skipuleggja framtíðina. UEFA GROW er fullkomið tækifæri fyrir okkur til að skoða þá þróun sem hefur orðið hér og skipuleggja framtíðina með hjálp verkefnisins,“ sagði Guðni Bergsson. 

Hér að neðan má sjá frétt UEFA um málið: 

Vefur UEFA