• lau. 18. nóv. 2017
  • Landslið

HM 2018 - Gríðarleg aðsókn í miða í Rússlandi

FWCTT_2

Gríðarlega aðsókn er í miða á HM 2018 í Rússlandi, sem kemur kannski engum á óvart. Aðeins 24 klukkustundum eftir að miðasalan opnaði aftur höfðu um 98% af þeim miðum sem í boði voru í þeim hluta verið seldir. 

Það er því ljóst að mikill áhugi er fyrir því að sjá leikina í Rússlandi. Í kringum 51% af umsóknum um miða hefur komið frá Rússlandi, en hin 49% hafa dreifst kringum heiminn. Aðdáendur frá Argentínu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Brasilíu, Kólombíu, Kína, Ástralíu, Þýskalandi og Indlandi fylla topp 10 listann. 

Í ljósi þessarar gríðarlegu aðsóknar í miða vill FIFA benda stuðningsmönnum á að FIFA.com/tickets er eina löglega vefsíðan til að kaupa miða á HM í Rússlandi 2018. Miðar sem eru keyptir annars staðar frá munu sjálfkrafa verða ógildir þegar upp kemst um það að þeir hafi verið keyptir í gegnum þriðja aðila. 

Þessi sölugluggi lokar 28. nóvember, en síðan mun sá næsti opna 5. desember eftir að drátturinn í lokakeppnina er búinn. Hér er um að ræða aðalhluta miðasölu til stuðningsmanna Íslands og verður glugginn opinn til 31. janúar.