U19 karla - 2-1 sigur gegn Færeyjum
U19 ára lið karla vann í dag Færeyjar 2-1 í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2018.
Liðið endar því í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig, en England lenti í því fyrsta og Búlgaríu öðru.
Ísland tók stjórn á leiknum frá byrjun og skapaði sér fullt af færum í fyrri hálfleik, en inn vildi boltinn ekki.
Seinni hálfleikur var eins, Ísland var betri aðilinn og tókst liðinu að skora fyrst mark leiksins í byrjun seinni hálfleiks.
Það var Kristófer Ingi Kristinsson sem gerði það á 53. mínútu. Kolbeinn Birgir Finnsson átti þá góða hornspyrnu sem Kristófer stangaði í netið.
Stefán Alexander Ljubicic bætti síðan við öðru marki Íslands á 69. mínútu þegar boltinn féll fyrir hann í markteig Færeyja.
Færeyingar gáfust þó ekki upp og á 79. mínútu braut Kristófer Ingi af sér inn í teig eftir hornspyrnu og dómari leiksins benti á vítapunktinn. Lukas Grenaa Giessing steig á punktinn og setti boltann örugglega í markið.
Ekki urðu mörkin fleiri og nældu strákarnir sér því í sinn fyrsta sigur í undankeppninni.
Byrjunarlið Íslands í dag
Aron Dagur Birnuson (M)
Ástbjörn Þórðarson
Davíð Ingvarsson
Torfi T. Gunnarsson (fyrirliði)
Kolbeinn Birgir Finnsson
Arnór Sigurðsson
Guðmundur Andri Tryggvason
Kristófer Ingi Kristinsson
Ísak Atli Kristjánsson
Alex Þór Hauksson
Óliver Dagur Thorlacius