• þri. 14. nóv. 2017
  • Landslið

A karla - 1-1 jafntefli gegn Katar

Katar-Island-byrjunarlidid

Ísland gerði í dag 1-1 jafntefli við Katar, en leikurinn var seinni leikur liðsins í Katar. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands um miðjan fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma í seinni hálfleik. 

Leikurinn fór frekar hægt af stað og var það ekki fyrr en á 12. mínútu sem fyrsta almennilega færi leiksins leit dagsins ljós. Hasan Al Haydos, fyrirliði Katar, átti þá hörkuskot af löngu færi sem Ögmundur Kristinsson varð mjög vel í marki Íslands. 

Katar voru betri aðilinn framan af fyrri hálfleik, en það var hins vegar Ísland sem tók forystuna þegar 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Rúrik Gíslason vann boltann í loftinu, Gylfi Sigurðsson fékk boltann og kom honum inn í teiginn. Þar var Viðar Örn Kjartansson mættur og setti boltann vel í netið. 

Eftir markið voru Katar ívið betri og settu nokkuð ákveðna pressu á mark Íslands, en þó án þess að takast að skora. Staðan því 1-0 fyrir Ísland í hálfleik. 

Heimir Hallgrímsson gerði fjórar breytingar í hálfleik og komu þeir Ingvar Jónsson, Hjörtur Hermannsson, Kjartan Henry Finnbogason og Sverrir Ingi Ingason inn fyrir Ögmund Kristinsson, Arnór Smárason, Viðar Örn Kjartansson og Ragnar Sigurðsson. 

Heimamenn héldu áfram að vera meira með boltann í seinni hálfleik á meðan Ísland lá til baka, þó án þess að skapa sér einhver teljandi færi. Það var ekki fyrr en þrjár mínútur voru eftir af leiknum að heimamenn sköpuðu sér gott færi. 

Þeir fengu þá aukaspyrnu á hættulegum stað sem Abdelkarim Hassan Fadialla tók. Spyrnan var föst en Ingvar Jónsson varði vel. Katar tókst síðan að jafna í uppbótartíma þegar Mohammed Muntari skoraði gott mark eftir fína sendingu inn fyrir.

1-1 jafntefli niðurstaðan í síðari leik Íslands í Katar. Liðið getur tekið marga jákvæða hluti úr leikjunum tveimur, þrátt fyrir jafntefli og tap í leikjunum tveimur.

Byrjunarlið Íslands í dag


Áfram Ísland!