• mán. 13. nóv. 2017
  • Landslið

U21 karla - Ísland mætir Eistlandi ytra á morgun

KSI-MERKI-PNG

U21 ára lið karla mætir Eistlandi á morgun í undankeppni EM 2019, en leikið er ytra. 

Þetta er fimmti leikur liðsins í riðlinum, en hann hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. 

Ísland er í fimmta sæti riðilsins með fjögur sitg á meðan Eistland er einu sæti neðar, í því neðsta, með eitt stig. Eina stig Eistlands kom í markalausu jafntefli í Albaníu í júní. 

Leikurinn fer fram á Lillekula vellinum í Tallin og eru dómarar leiksins frá Tyrklandi, en Alper Ulusoy er aðaldómari hans. 

Ísland mætti Spáni á fimmtudaginn síðastliðinn, einnig ytra, en sá leikur endaði með 1-0 sigri heimamanna. Síðasti leikur Eistlands var 10. október gegn Norður Írlandi og töpuðu þeir þeim leik 4-2 á útivelli.

Það er því ljóst að leikurinn er mikilvægur fyrir Ísland, en sigur gæti fleytt liðinu í þriðja sæti riðilsins.

Áfram Ísland!