• mið. 08. nóv. 2017
  • Landslið

Eins marks tap gegn Tékklandi í Doha

kjartan-henry-finnbogason-katar

A landslið karla mætti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar í dag og beið lægri hlut.  Tékkar unnu með tveimur mörkum gegn einu.  Ísland mætir heimamönnum í Katar í sínum næsta leik, á þriðjudag, en í millitíðinni mætast Tékkland og Katar.

Íslenska liðið átti fína spretti í leiknum og fékk nokkur fín tækifæri til að skora, í báðum hálfleikjum.  Tékkar skoruðu mark eftirstundarfjórðung, en það var dæmt af vegna rangstöðu.  Þeir brutu hins vegar ísinn á 19. mínútu með skallamarki af markteig og leiddu í hálfleik. 

Síðari hálfleikur var um margt líkur þeim fyrri.  Tékkar voru meira með boltann, en íslenska liðið átti fleiri færi.  Tékkar juku forystuna á 65. mínútu en Kjartan Henry Finnbogason minnkaði muninn á 77. mínútu.  Þar við sat þrátt fyrir fleiri íslensk færi og niðurstaðan því 1-2 tap.

Rúnar Alex Rúnarsson lék sinn fyrsta A-landsleik í dag.