Upptaka frá súpufundi 2. nóvember.
Fimmtudaginn 2. nóvember bauð KSÍ til súpufundar þar sem knattspyrnuþjálfarinn Hilmar Rafn Kristinsson kynnti niðurstöður meistaraverkefni síns í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.
Hilmar Rafn hefur starfað við knattspyrnuþjálfun frá 1997 hjá HK. Í haust lauk Hilmar meistaranámi í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands þar sem lokaverkefnið hans bar heitið Hvernig næst árangur í knattspyrnu og er samanburðarrannsókn á uppbyggingu knattspyrnuþjálfunar barna tólf ára og yngri hjá félagsliðum á Íslandi, Noregi og Svíþjóð.
Glærur úr fyrirlestri Hilmars er hægt að nálgast hér.
Upptaka af fyrirlestrinum er nú aðgengileg á Youtube-síðu KSÍ.