• fim. 02. nóv. 2017
  • Fræðsla

Súpufundur 2. nóvember - Hvernig næst árangur í knattspyrnu?

KSI-MERKI-PNG

Fimmtudaginn 2. nóvember mun KSÍ bjóða til súpufundar þar sem knattspyrnuþjálfarinn Hilmar Rafn Kristinsson mun kynna niðurstöður meistaraverkefni síns í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.

Hilmar Rafn hefur starfað við knattspyrnuþjálfun frá 1997 hjá HK. Í haust lauk Hilmar meistaranámi í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands þar sem lokaverkefnið hans bar heitið Hvernig næst árangur í knattspyrnu og er samanburðarrannsókn á uppbyggingu knattspyrnuþjálfunar barna tólf ára og yngri hjá félagsliðum á Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Markmið rannsóknarinnar var að skoða uppbyggingu yngra flokka starfs sem fer fram hjá knattspyrnufélagi á Íslandi og bera það saman við sambærileg félög í Noregi og Svíþjóð. Markmiðið var að sjá hvort það væri áherslumunur í einhverjum þáttum starfsins á milli landanna. Þeir þættir sem lögð var áhersla á voru; hverjir sjá um þjálfunina, menntun þjálfara, fjöldi iðkenda, fjöldi iðkenda á hvern þjálfara, stærð og fjöldi hópa, aðstæður og skipting í hópa.

Aðgangur er ókeypis. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst erindið kl. 12.10. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Til að áætla fjölda gesta viljum við vinsamlegast biðja þau ykkar sem hyggist koma um að skrá ykkur með því að fara smella hér

Fyrirhugað er að senda fyrirlesturinn út á netinu og verður fyrirkomulag þess auglýst síðar.

Fundinum verður streymt beint á facebook síðu KSÍ.