• fim. 02. nóv. 2017
  • Fræðsla

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku

dk-2017

Nýverið sátu 27 þjálfarar frá Íslandi KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku. Hópurinn gisti á Hotel FC Nordsjælland í Farum sem er í útjaðri Kaupmannahafnar. Hópurinn fékk mjög gott aðgengi að félaginu, fékk fyrirlestur um uppbyggingu og leikstíl félagsins frá þjálfara aðalliðsins, Kasper Hjulmand, hitti styrktar- og þolþjálfara félagsins auk þess sem aðgengi að öllum leikjum og æfingum FCN var opið. 

Megin þemu námskeiðsins voru leikgreining og áætlanagerð (periodisation). Þjálfararnir höfðu unnið í hópum áður en komið var til Danmerkur þar sem verkefnið var að leikgreina leiki í Pepsí-deild karla frá því í september. Niðurstöður leikgreiningarinnar voru kynntar í Farum, bæði með fyrirlestrum sem og verklegum æfingum. Þjálfararnir hófu einnig vinnu við gerð ársáætlunar fyrir sitt félag, en því verkefni munu þeir skila í desember. Hópurinn eyddi heilum degi hjá FC Kaupmannahöfn þar sem stefna og starf félagsins var kynnt og einnig var fylgst með æfingum. Auðvitað var farið á völlinn, hópurinn sá leiki Lyngby-FC Midtjylland og Bröndby-Randers.

Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Hópurinn var samstilltur, opinn og hvert sem litið var, utan hefðbundinnar dagskrár, var ávallt verið að ræða um fótbolta. Fræðsludeild KSÍ vill koma á framfæri þakklæti til Heimis Hallgrímssonar, Freys Alexanderssonar og Janusar Guðlaugssonar sem sáu um kennslu á námskeiðinu sem og þjálfaranna 27.