U19 karla - Þorvaldur Örlygsson hefur valið þá leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM 2018
U19 ára landslið karla tekur þátt í undankeppni EM 2018 í nóvember. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og hefur Þorvaldur Örlygsson valið þá leikmenn sem taka þátt í verkefninu.
Ísland leikur í 8. riðli undankeppninngar ásamt heimamönnum í Búlgaríu, Englandi og Færeyjum. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Búlgaríu þann 8. nóvember, leikið verður gegn Englandi þann 11. nóvember og gegn Færeyjum 14. nóvember. Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil sem verður leikinn næsta vor og lokakeppni mótsins verður svo í Finnlandi í júlí 2018.
Eftirtaldir leikmenn skipa hópinn sem leikur í riðlakeppninni í Búlgaríu:
Jónatan Ingi Jónsson | AZ Alkmar |
Aron Kári Aðalsteinsson | Breiðablik |
Davíð Ingvarsson | Breiðablik |
Stefan Alexander Ljubicic | Brighton |
Ísak Atli Kristjánsson | Fjölnir |
Torfi T. Gunnarsson | Fjölnir |
Atli Hrafn Andrason | Fulham |
Kolbeinn Birgir Finnsson | Groningen |
Arnór Sigurðsson | IFK Norrköping |
Aron Dagur Birnuson | KA |
Daníel Hafsteinsson | KA |
Ísak Óli Ólafsson | Keflavík |
Ástbjörn Þórðarson | KR |
Oliver Dagur Thorlacius | KR |
Guðmundur Andri Tryggvason | KR |
Alex Þór Hauksson | Stjarnan |
Kristófer Ingi Kristinsson | Willem II |
Aron Birkir Stefánsson | Þór |
Fram að ferðinni til Búlgaríu mun hópurinn æfa sem hér segir.
- Föstudagur 3. nóvember kl. 16:00 - Laugardalsvöllur
- Laugardagur 4. nóvember kl. 12:00 - Gervigras Safamýri