• mán. 30. okt. 2017
  • Landslið

U15 karla - 7-0 sigur í seinni leiknum gegn Færeyjum

U15-KK---Island---Faereyjar-27okt-2017---0078_preview

U15 ára lið karla vann í gær, sunnudag, 7-0 sigur á Færeyjum í seinni æfingaleik liðanna. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og hófst klukkan 14:00. 

Líkt og á föstudaginn var Ísland mun sterkari aðilinn í leiknum og hafði stjórn á honum allan tímann. Íslenska liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum, en þau voru öll af vítapunktinum.

Í öll þrjú skiptin var það Danijel Dejan Djuric sem steig á punktinn og skoraði.

Ísland hélt áfram að stjórna leiknum í seinni hálfleik og það tók aðeins 12 mínútur að skora fjórða markið, en það var Jón Hrafn Barkarson sem skoraði það. Aðeins þremur mínútum síðar bætti Ísak Bergmann Jóhannesson við fimmta markinu. 

Tómas Þórisson og Guðmundur Tyrfingsson skoruðu svo sjötta og sjöunda mark liðsins með þriggja mínútna millibili á 68 og 71 mínútu leiksins.

Frábær 7-0 sigur staðreynd og tveir góðir sigrar gegn Færeyjum staðreynd. 

Byrjunarlið Íslands: 

Krummi Kaldal Jóhannsson 

Sverrir Hákonarson 

Reynir Freyr Sveinsson 

Ísak Bergmann Jóhannesson (fyrirliði) 

Danijel Dejan Djuric 

Eyþór Orri Ómarsson 

Ívan Óli Santos 

Óli Valur Ómarsson 

Tómas Þórisson 

Jóhannes Breki Harðarson 

Anton Logi Lúðvíksson

Áfram Ísland!