• fös. 27. okt. 2017
  • Landslið

U21 - Hópurinn sem mætir Spáni og Eistlandi

KSI-MERKI-PNG

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Spáni 9. nóvember og Eistlandi 14. nóvember í riðlakeppni EM19 og fara báðir leikirnir fram ytra. 

21 leikmaður var valinn að þessu sinni, en Samúel Kári Friðjónsson er í leikbanni í leiknum gegn Spáni. Hann hefur nú þegar fengið þrjú gul spjöld. 

Þess má geta að einn nýliði er í hópnum, en þetta er í fyrst sinn sem Aron Már Brynjarsson er valinn í hóp U21 karla. 

Landsliðshópinn má sjá í meðfylgjandi viðhengi: 

Hópurinn

Áfram Ísland!