• mið. 25. okt. 2017
  • Fræðsla

Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum - bæklingur um forvarnir frá ÍSÍ

KSI-MERKI-PNG

Í ljós umræðunnar undanfarið um kynferðislegt ofbeldi má benda á bækling hjá ÍSÍ um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum sem gefinn var út í árslok 2013. 

Þessi bæklingur fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum og er byggður á bæklingi sem gefinn var út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Danmerkur. 

Hann var síðan staðfærður svo að hann passaði inn í þær aðstæður sem eru innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og samræmdist íslenskri löggjöf. Fjöldi sérfræðinga veitti aðstoð við útgáfu bæklingsins. 

Markmið með útgáfu bæklingsins var að: 

· Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum 

· Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi 

· Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun 

· Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍSÍ hér

Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ og fá bæklinginn sendan í prentaðri útgáfu.

Bæklingurinn