• mið. 25. okt. 2017
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerð - Umboðsmenn í knattspyrnu

U21 KK Island - Ukraina 2016

Á fundi stjórnar KSÍ 19. október sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um milliliði. Fyrr á þessu ári hélt KSÍ fund með milliliðum en tilgangur fundarins var að vinna saman að því að bæta skráningu þeirra og umhverfi hjá KSÍ. Eru þær breytingar, sem samþykktar hafa verið á reglugerðinni, einn liður í því. 

Helst ber að nefna að breytingar hafa verið gerðar á heiti reglugerðar KSÍ um milliliði en nú ber hún heitið reglugerð KSÍ um umboðsmenn í knattspyrnu. Einnig hefur árgjald umboðsmanna sem skráðir eru hjá KSÍ verið lækkað í kr. 100.000,- en það hefur, frá innleiðingu reglugerðarinnar árið 2015, verið kr. 150.000,-. 

Meðfylgjandi er dreifibréf nr. 12/2017 þar sem breytingarnar eru kynntar nánar.

Dreifibréf nr. 12/2017