• mán. 23. okt. 2017
  • Landslið

A kvenna - Ísland mætir Tékklandi í dag

22491638_1578524048837229_5989370853283015247_n

Ísland leikur þriðja leik sinn í undankeppni HM 2019 í dag þegar liðið mætir Tékklandi. Leikurinn fer fram ytra og hefst hann klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Stelpurnar hafa farið frábærlega af stað í riðlinum og hafa þær sex stig eftir tvo leiki. 8-0 sigur vannst á Færeyjum og frábær 3-2 sigur gegn Þýskalandi ytra, en það var í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland. 

Tékkland er einnig með sex stig, en þær hafa leikið þrjá leiki. Eina tap þeirra kom gegn Þýskalandi á heimavelli, 0-1. Tékkar hafa unnið Færeyjar 8-0 og Slóveníu 4-0, báða á útivelli.

Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast, en Tékkland hefur unnið báða leiki liðanna til þessa. Þeir leikir voru liður í undankeppni HM 2007. Ísland tapaði þar 1-0 ytra og 2-4 á Laugardalsvelli. Mörk Íslands í þeim leik skoruðu Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.

Það er því ljóst að hörkuleikur bíður Íslands í dag og geta þær tryggt stöðu sína á toppi riðilsins enn frekar með sigri.

Áfram Ísland!