• fim. 05. okt. 2017
  • Landslið

U21 karla - Frábær 2-0 sigur á Slóvakíu í dag

KSI-MERKI-PNG

U21 ára lið karla lék í dag annan leik sinn í undankeppni EM 2019, en mótherjar dagsins voru Slóvakía og vannst 2-0 sigur. 

Leikið er ytra og hófst leikurinn klukkan 15:20 að íslenskum tíma. 

Leikurinn var nokkuð jöfn en á endanum var það Ísland sem sótti frábæran 2-0 sigur til Slóvakíu. Albert Guðmundsson skoraði bæði mörk Íslands, það fyrra strax á 8. mínútu eða það síðari á 95. mínútu.

Strákarnir ferðast nú til Albaníu þar sem þeir leika við heimamenn þriðjudaginn 10. október og hefst leikurinn klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Ísland lék fyrsta leik sinn í undankeppninni í september, en þá tapaði liðið einmitt 2-3 fyrir Albaníu á Víkingsvelli. Axel Óskar Andrésson og Viktor Karl Einarsson skoruðu mörk Íslands í þeim leik.

Byrjunarlið Íslands í dag: 

Sindri Kristinn Ólafsson 

Alfons Sampsted 

Felix Örn Friðriksson 

Hans Viktor Guðmundsson 

Axel Óskar Andrésson 

Samúel Kári Friðjónsson 

Júlíus Magnússon 

Viktor Karl Einarsson 

Tryggvi Hrafn Haraldsson 

Albert Guðmundsson 

Jón Dagur Þorsteinsson

Áfram Ísland!