U17 kvenna - Sigur í fyrsta leik gegn Azerbaijan
Stelpurnar okkar í U17 léku í dag sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2018, en leikið er í Azerbaijan.
Fyrstu andstæðingar Íslands voru heimastúlkur og vannst 2-0 sigur.
Mörk Íslands skoruðu Helena Ósk Hálfdánardóttir og Clara Sigurðardóttir. Helena skoraði strax á 9. mínútu á meðan Clara skoraði í byrjun seinni hálfleiks, á 46. mínútu.
Ísland var mun betri aðilinn í leiknum, en stelpurnar áttu 11 marktilraunir gegn einni hjá heimastúlkum.
Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn og eru Svartfjallaland mótherjar Íslands þá. Leikurinn hefst klukkan 11:00.
Í hinum leik riðilsins vann Spánn Svartfjallaland 22-0.
Byrjunarliðið Íslands í dag var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markmaður - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving
Hægri bakvörður - Karólína Jack
Vinstri bakvörður - Kristín Erla Ó. Johnson
Miðverðir - Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz og Hildur Þóra Hákonardóttir, fyrirliði
Miðja - Ísafold Þórhallsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Clara Sigurðardóttir
Hægri kantur - Barbára Sól Gísladóttir
Vinstri kantur - Katla Þórðardóttir
Framherji - Helena Ósk Hálfdánardóttir
Áfram Ísland!