U17 karla - Markalaust jafntefli í fyrsta leik í undankeppni EM 2018
U17 ára lið karla lék í dag sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2018, en þá mætti liðið Finnlandi en riðillinn er einmitt leikinn þar í landi.
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Næsti leikur liðsins er gegn Færeyjum á laugardaginn næstkomandi og hefst hann klukkan 10:00 að íslenskum tíma.
Ísland gerði þrjár skiptingar í leiknum í dag og þær voru:
64 mínútu: Jóhann Árni Gunnarsson út, Þórður Gunnar Hafþórsson inn.
67 mínútu: Jón Gísli Eyland Gíslason út, Stefán Ingi Sigurðarson inn.
71 mínútu: Kristall Máni Ingason út, Davíð Snær Jóhannsson inn.
Byrjunarlið Íslands í dag:
Markvörður: Sigurjón Daði Harðarson
Varnarmenn: Jón Gísli Eyland Gíslason, Finnur Tómas Pálmason, Teitur Magnússon og Atli Barkarson
Miðjumenn: Ísak Snær Þorvaldsson (fyrirliði), Jóhann Árni Gunnarsson og Sölvi Snær Fodilsson
Kantmenn: Karl Friðleifur Gunnarsson og Kristall Máni Ingason
Framherji: Andri Lucas Guðjohnsen