• mið. 27. sep. 2017
  • Landslið

A karla - Ferðir í boði til Tyrklands með Vita og Úrval Útsýn

Island-Kroatia-kk-167

Ísland leikur næstsíðasta leik sinn í undankeppni HM 2018 föstudaginn 6. október. 

Mótherjar liðsins eru þá Tyrkland, en Vita og Úrval Útsýn bjóða upp á hópferðir á leikinn. 

Leikurinn fer fram í Eskisehir sem er háskólaborg staðsett í norðvestur hluta Tyrklands og búa þar rúmlega 800.000 manns.

Stærstur hluti borgarinnar eins og hún er í dag var endurbyggður í kjölfar sjálstæðisstríðs Tyrkja árin 1919-1922, en þó er töluvert af sögulegum byggingum enn til staðar og má þar nefna Kursunlu moskuna. Borgin er einnig þekkt fyrir sínar náttúrulegu, heitu brennisteinslaugar.

Að morgni fimmtudagsins 5. október, klukkan 09:00, verður flogið beint frá Keflavík til Eskisehir og verður lent þar klukkan 17:40 að staðartíma. Daginn eftir er leikdagur, þá verður komið sér í gírinn áður en farið verður á völlinn, en leikurinn hefst klukkan 21:45. Strax eftir leik verður farið út á flugvöll, en vélin fer í loftið klukkan 02:00 og verður lent í Keflavík klukkan 05:00.

Það má því búast við frábærri ferð til Tyrklands þar sem stuðningurinn mun verða liðinu gríðarlega mikilvægur í baráttu sinni að komast á HM í fyrsta sinn.

Ferð Úrval Útsýn á leikinn

https://www.urvalutsyn.is/ithrottir/tyrkland-island/

Ferð Vita á leikinn

https://vita.is/ferd/island-i-undankeppni-hm

Staðan í riðlinum

Ísland og Króatía sitja á toppi riðilsins með 16 stig, þó Króatía sé með betri markatölu. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan Úkraína og Tyrkland með 14 stig. Leikurinn í Tyrklandi er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Á sama tíma á Króatía heimaleik gegn Finnlandi og Úkraína útileik gegn Kosóvó. 

Síðasta umferð riðilsins lítur síðan svona út:

Finnland - Tyrkland

Úkraína - Króatía

Ísland - Kosóvó


Áfram Ísland!