UEFA Pro þjálfaranámskeið í Svíþjóð
KSÍ og Knattspyrnusamband Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að einn íslenskur þjálfari, með KSÍ A þjálfararéttindi, fái að sitja næsta UEFA Pro þjálfaranámskeið Svía.
Námskeiðið hefst í janúar 2018.
Í viðhengi eru upplýsingar um námskeiðið og umsóknareyðublað sem áhugasamir skila til fræðsludeildar KSÍ, eigi síðar en 27. september 2017.
Fræðslunefnd KSÍ fer yfir umsóknirnar og velur einn þjálfara sem hún mælir með til Svíanna.
Athugið að einungis þjálfarar sem skilja og tala sænsku geta setið námskeiðið.