• þri. 12. sep. 2017
  • Landslið

U19 kvenna - 7 marka sigur í fyrsta leik

U19-kvk

U19 ára landslið kvenna sigraði Svartfjallaland 7-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Riðill Íslands er spilaður í Duisburg í Þýskalandi. 

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik settu stelpurnar í fluggírinn og skoruðu eins og áður sagði 7 mörk. 

Hlín Ei­ríks­dótt­ir skoraði tvö mörk og þær Anita Daní­els­dótt­ir Sól­veig Jó­hann­es­dótt­ir, Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir, Krist­ín Dís Árna­dótt­ir,og Berg­dís Fann­ey Ein­ars­dótt­ir skoruðu sitt markið hver. 

Ísland mæt­ir Kosóvó á föstu­dag­inn og Þýskalandi á mánu­dag­inn.

Byrjunarliðið á móti Svartfjallalandi í dag