• mán. 04. sep. 2017
  • Fræðsla

Samstarfsverkefni KSÍ og Knattspyrnusambands Hong Kong

image001

Nýverið komust KSÍ og Knattspyrnusamband Hong Kong að samkomulagi um samstarf sín á milli. 

Markmið samstarfsins er að víkka sjóndeildarhring beggja þjóða, skiptast á hugmyndum er snúa að þjálfaramenntun og þjálfun ungra leikmanna, aðferðum og innihaldi í þeim efnum og að þjóðirnar aðstoði hvor aðra við þróun fótboltans í löndunum tveimur. 

Dagur Sveinn Dagbjartsson, umsjónarmaður þjálfaramenntunar hjá KSÍ, og Dean Martin, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ, munu halda utan á næstu dögum og eyða viku í Hong Kong í boði knattspyrnusambands Hong Kong. 

Þeirra hlutverk verður að fræðast um þjálfunaraðferðir og fræðslustarf sambandsins og veita ráðgjöf. 

Síðar á þessu ári munu svo aðilar frá Knattspyrnusambandi Hong Kong heimsækja KSÍ í sömu erindagjörðum. Samtímis er stefnt að því að unglingalið frá Hong Kong spili æfingaleiki á Íslandi. En nánar að því síðar.