Ósóttir miðar afhentir á Passion í Tampere
Nokkuð er um ósóttar miðapantanir á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikið verður í Tampere á morgun, laugardaginn 2. september. Stuðningsmenn Íslands ætla að hittast á veitingastaðnum Passion og þar geta þeir sem eiga eftir að sækja sína miða nálgast þá á milli kl. 13 - 15.
Þeir sem eru að koma síðar til Tampere, eru beðnir um að gera ráðstafanir til að nálgast miðana í tíma.
Þeir sem eru að fara á körfuboltaleikinn í Helsinki fyrr um daginn, og létu okkur vita af því, geta nálgast þá sína miða á stuðningsmannasvæðinu (Fan-Zone) á milli kl. 11 - 12 að staðartíma. Það verður Margrét Elíasdóttir sem mun afhenda þá miða og er síminn hjá henni: 892 2464
Einnig er hægt er að hafa samband við Klöru Bjartmarz í sérstökum tilfellum er varðar miðamál í Tampere.