• fös. 01. sep. 2017
  • Landslið

A karla - Ísland mætir Finnlandi á laugardag

Finnland-aefing-(Large)

A-landslið karla mætir Finnlandi á morgun, laugardaginn 2. september, í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram í Tampere í Finnlandi og hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. 

Ísland situr í öðru sæti riðilsins, jafnt að stigum og Króatía. Finnland er í fimmta sæti, með eitt stig. 

Fyrri leikur liðanna fór fram á Laugardalsvelli 6. október síðastliðinn, en þá vann Ísland 3-2 sigur eftir að hafa skorað tvö mörk í uppbótartima. 

Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara, en Markku Kanerva hefur tekið við stjórn liðsins af Hans Backe. Síðan hann tók við stjórn liðsins hefur það leikið fjóra æfingaleiki. Í þeim hefur liðið unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum. 

Leikurinn er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir Ísland í baráttu sinni að komast í fyrsta sinn í lokakeppni HM. 

Áfram Ísland!