Vel heppnuð bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ
KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik FH og ÍBV sem fram fór á laugardaginn.
Dagskráin var metnaðarfull og um 50 þjálfarar mættu á ráðstefnuna. Aðalfyrirlesari þetta árið var Þjóðverjinn Bernd Stöber, en hann er yfirmaður þjálfaramenntunar hjá þýska knattspyrnusambandinu.
Bernd útskýrði ástæður hins mikla uppgangs Þýskalands á knattspyrnusviðinu undanfarin ár. Þýsk landslið, allt frá A-landsliðum niður í yngri landslið, hafa unnið nánast allt sem hægt er að vinna, bæði í karla- og kvennaflokki. Bernd var bæði með fyrirlestur og verklega æfingu.
Eftir hádegi mætti Milos Milojevic þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki og fjallaði um sína aðferð við að kenna hápressu, skyndisóknir og skipti úr sókn í vörn og vörn í sókn.
Að lokum steig Arnar Grétarsson í pontu og fór yfir hvers var að vænta frá liðum FH og ÍBV í úrslitaleiknum.