• fim. 03. ágú. 2017
  • Landslið

U16 karla - Ísland tapaði fyrir Póllandi í dag

IMG_1052

Ísland tapaði í dag 1-2 fyrir Póllandi í þriðja, og síðasta, leik riðlakeppninnar á opna Norðurlandamótinu en leikið var á Nesfisk-vellinum í Garði. 

Ísland endaði því í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Póllandi, en Noregur vann Norður Írland 3-2 í dag. 

Í hinum riðlinum áttust við Danmörk og Finnland annars vegar og Færeyjar og Svíþjóð hins vegar. Danir unnu Finna 4-0 á meðan Svíþjóð og Færeyjar gerðu markalaust jafntefli. 

Danir unnu riðilinn, Svíar í öðru sæti, Finnar í því þriðja og Færeyingar ráku lestina í því fjórða. Leikið var á JÁVERK-vellinum á Selfossi. 

Úrslitaleikir mótsins fara síðan fram á laugardaginn og hefjast þeir allir klukkan 11:00. 

Þeir eru: 

1.-2. sæti - Danmörk - Noregur á Floridana-vellinum. 

3.-4. sæti - Pólland - Svíþjóð á Kópavogsvelli. 

5.-6. sæti - Ísland - Finnland á Alvogen-vellinum. 

7.-8. sæti - Færeyjar - Norður Írland á Leiknisvelli. 

Allir á völlinn!