• mið. 26. júl. 2017
  • Landslið

EM 2017 - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki

ISLAND---AUS-2017-STARTING

Ísland leikur í dag þriðja, og síðasta, leik sinn á EM í Hollandi þegar það mætir Austurríki á Sparta Stadion í Rotterdam. 

Byrjunarlið Íslands í leiknum:


Markmaður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörn: Anna Björk Kristjánsdóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir

Miðja: Hallbera Guðný Gísladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir

Sókn: Fanndís Friðriksdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir

Íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa og á því ekki möguleika að komast áfram. Liðið hefur þó staðið sig frábærlega og verið mjög nálægt því að ná betri úrslitum í báðum leikjum sínum til þessa. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland og Austurríki mætast, en þær Austurrísku sitja í 1-2 sæti riðilsins með fjögur stig ásamt Frakklandi. Þær eru því í góðri aðstöðu til að komast áfram í 8 liða úrslit. 

Þrátt fyrir að Ísland eigi ekki möguleika að komast upp úr riðlinum þýðir það ekki að liðið ætli sér ekki sigur. Trúin hjá stelpunum er ennþá til staðar og þær ætla svo sannarlega að klára mótið með stæl. 

Áfram Ísland!