• mið. 26. júl. 2017
  • Landslið

EM 2017 - 0-3 tap í síðasta leik gegn Austurríki í Rotterdam

Iceland-Womens-2016---0021

Ísland tapaði í kvöld 0-3 fyrir Austurríki í þriðja, og síðasta, leik sínum á EM 2017. 

Austurríki skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu því þriðja við undir lok leiksins. Austurríki var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, þó án þess að skapa sér mikið af opnum færum. 

Það var svo á átta mínútna tímabili í lok hans sem þær austurrísku tóku að fullu stjórnina og skoruðu tvö mörk. Sarah Zadrazil skoraði bæði mörkin, annað eftir fyrirgjöf og hitt eftir hornspyrnu. 

Ísland kom betur út í seinni hálfleik, spiluðu ágætlega framan af en Austurríki tóku síðan aftur stjórnina. Það var hins vegar ekki fyrr en í lok leiksins sem þær bættu við þriðja og síðasta marki sínu. Stefanie Enzinger skoraði þá ágætt mark og lokatölur því 0-3 fyrir Austurríki. 

Ísland reyndi og reyndi að komast inn í leikinn aftur í seinni hálfleik, náðu oft á tíðum að komast nálægt því að skapa sér opin færi en ekki gekk það í þetta skiptið. 

Takk fyrir stuðninginn! 

Áfram Ísland!