EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Austurríkis í Rotterdam
Þriðji, og síðasti, leikur Íslands fer fram á Sparta Stadion Het Kasteel í Rotterdam. Þar mun íslenska liðið mæta Austurríki, en þær eru með fjögur stig og í góðum möguleika að fara áfram í 8 liða úrslit.
Á vellinum leikur Sparta leiki sína, en hann tekur 11.000 manns í sæti. Völlurinn er staðsettur í Spangen hverfinu og hét því fyrst Stadion Spangen. Í suðurhluta hans er lítil bygging með tvo litla turna, sem líkjast kastala. Það er ástæða þess að “Het Kasteel” er partur af nafni vallarins.
Stuðningsmannasvæðið í Rotterdam verður opið 15:00 – 23:00 á leikdag og er það staðsett á Kruisplein torginu, í aðeins um 3,1 km fjarlægð frá vellinum. Það tekur allt að 50 mínútur að labba frá svæðinu og á völlinn. Þar geta stuðningsmenn horft á leiki á risaskjá ásamt því að hægt verður að taka þátt í ýmsum hlutum tengdri knattspyrnu. Einnig verða plötusnúðar svo stuðið verður svo sannarlega þar.
Skrifstofa KSÍ á leikdag
Skrifstofa KSÍ verður opin frá klukkan 16-18 á leikdag á stuðningsmannasvæðinu.
ÁFRAM ÍSLAND varningurÁfram Ísland verður vinstra megin við fyrsta sviðið á stuðningsmannasvæðinu á stað sem heitir Stadsbrasserie Rotterdam. Þar verður opið frá klukkan 14.
Góða skemmtun og Áfram Ísland!
Smelltu hérna til að skoða Facebook-síðu KSÍ
Smelltu hérna til að skoða vef mótsins
Smelltu hérna til að skoða meiri upplýsingar um stuðningsmannasvæði