• mán. 17. júl. 2017
  • Landslið

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Frakklands í Tilburg

Iceland-Womens-2016---0021

Fyrsti leikur Íslands á EM 2017 er á morgun, þriðjudag, en liðið mætir þá Frakklandi í Tilburg. Í borginni verður stuðningsmannasvæði, “Fan Zone”, og er það staðsett á Pieter Vreedeplein torginu. 

Svæðið verður opið frá 13:00 – 20:00 og verður nóg að gera þar allan daginn. Það verða hoppukastalar fyrir börnin, sjónvarpsskjáir, drykkir og matur ásamt ýmsum tónlistaratriðum. Einnig verður hægt að spila fótbolta og munu ýmsir “freestyle” leikmenn mæta á svæðið. Þar má nefna Soufina Touzani, Chaimadame, Nasser El Jackson og Nelson de Kok. 

Klukkan 19:00 verður síðan lagt af stað í stuðningsmanna göngu til Koning Willem II Stadion, þar sem leikur Íslands og Frakklands fer fram. Á leiðinni mun brassband spila fyrir stuðningsmenn, en aðeins eru um 2,5 km á völlinn frá svæðinu. 

Eftir leik verða svo sérstakir strætóar fyrir þá stuðningsmenn sem tóku þátt í göngunni. 

Dagskrá fyrir 18 júlí 

13:30 – 14:00 – Kidz-DJ – Sportshow 

14:30 – 15:00 – Kidz-DJ – Sportshow 

16:30 – 17:00 – Kidz-DJ – Sportshow 

17:30 – 19:00 – Glowie, Amabadama og Emmsjé Gauti

Miðar á lausu 

KSÍ hefur fengið til sölu miða á leiki Íslands í riðlakeppni EM í Hollandi, sætin eru í stuðningsmannasvæði Íslands á vellinum. Hægt er að senda fyrirspurn um miða á midasala@ksi.is. Ennfremur mun skrifstofa KSÍ opna útibú fyrir leiki Íslands í Hollandi þar sem frekari upplýsingar verða veittar og miðar afhentir. 

Skrifstofa KSÍ í Hollandi verður opin á leikdögum, væntanlega í nágrenni við stuðningsmannasvæði (fan zone) en frekari upplýsingar verða birtar á samfélagsmiðlum KSÍ. 

Áfram Ísland verður á staðnum 

Áfram Ísland verður að sjálfsögðu úti á fyrstu 3 leikjunum og verður með Áfram Ísland vörurnar til að dressa upp sem flesta og auka stemninguna enn frekar. Verðum með orginal landsliðsbúninginn í öllum stærðum, trefla, derhúfur, andlitslitina og fleira. Verðum eins sýnileg og við getum. 

Á vef KSÍ verður sett inn hvar við verðum fyrir hvern leik. 

Góða skemmtun og Áfram Ísland.

Smelltu hérna til að skoða Facebook-síðu KSÍ

Smelltu hérna til að skoða vef mótsins