• mán. 17. júl. 2017
  • Landslið

EM 2017 - Fyrsti áfangastaður: Tilburg

Iceland-Womens-2016---0021

Fyrsti leikur Íslands fer fram á Koning Willem II stadion í Tilburg. Þar mun íslenska liðið mæta Frakklandi, en þær eru taldar einna líklegastar til að verða krýndar Evrópumeistarar. 

Völlurinn var upphaflega byggður árið 1995, en endurbættur árið 2000, og tekur hann alls 14.637 í sæti. Hann hét upphaflega Willem II Stadion, en Willem II spilar leiki sína þar, en nafninu var síðar breytt í Koning Willem II Stadion. Það var gert til heiðurs William II, en hann var konungur Hollands frá 1840-1849. 

William þessi hafði mikið álit á Tilburg, hann var t.a.m. með herbúðir þar í Belgísku uppreisninni 1830 og eyddi miklum tíma í borginni eftir að hann var krýndur konungur. Hann lét í raun byggja fyrir sig höll, nokkurs konar sveitasetur, en William lést því miður stuttu áður en byggingu hennar var lokið. 

Byggingin er nú hluti ráðhúss borgarinnar. Tilburg er sjötta stærsta borg Hollands og búa þar rúmlega 200 þúsund manns.