• fös. 14. júl. 2017
  • Landslið

A kvenna - Stelpurnar farnar til Hollands

20134494_10158976375015317_503503494_n

Fjölmenni kvaddi íslenska kvennalandsliðið í dag í Leifsstöð þegar stelpurnar lögðu af stað til Hollands, en fyrsti leikur liðsins á EM er á þriðjudaginn kemur gegn Frakklandi. 

Mikil stemning var í Leifsstöð þegar liðið mætti á staðinn og gekk í gegnum flugstöðina á leið sinni út í vél. Gaman var að sjá að fjöldi fólks var með fána og trefla í íslensku fánalitunum. Það má með sanni segja að það er mikil tilhlökkun fyrir keppninni. 

Liðið flýgur beint til Amsterdam og heldur síðan til Ermelo þar sem liðið mun dvelja á meðan keppni stendur, en þessi litli bær er aðeins í um klukkustundar fjarlægð frá Amsterdam. 

Áfram Ísland!