• fös. 30. jún. 2017
  • Landslið

U16 kvenna – Norðurlandamótið hefst í dag, föstudag

U17-kvenna-NM-2017

U16 kvenna leikur á Norðurlandamótinu næstu vikuna og er fyrsti leikur liðsins í dag gegn Finnlandi. Fer mótið fram í Oulu í Finnlandi. Ísland er í riðli með Finnlandi, Svíþjóð og Frakklandi en næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Frakklandi. 

Síðasti leikur riðilsins er síðan á þriðjudaginn gegn Svíþjóð. Þegar riðlakeppni er lokið er spilað um sæti, en tveir riðlar eru á mótinu.

Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag:

Markmaður- Birta Guðlaugsdóttir

Hægri bakvörður- Karólína Jack, fyrirliði

Vinstri bakvörður- Íris Una Þórðardóttir

Miðverðir- Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir

Miðja - Ísafold Þórhallsdóttir og Ísabella Húbertsdóttir

Hægri kantur- Helena Ósk Hálfdánardóttir

Vinstri kantur- Barbára Sól Gísladóttir

Framherjar- Birta Georgsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Smelltu hérna til að fara á sjónvarpsvef finnska sambandsins.