• fim. 22. jún. 2017
  • Landslið

A kvenna – Lokahópur fyrir EM 2017

EM hopur 2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag lokahóp leikmanna sem munu leika á EM í Hollandi.

Valdir voru 23 leikmenn í hópinn en 8 aðrir leikmenn eru tilbúnir að koma til móts við liðið verði skakkaföll á hópnum fyrir fyrsta leik.  Þetta eru Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Lilly Rut Hlynsdóttir, Thelma Rut Einarsdóttir, Anna María Baldursdóttir, Lára Kristín Pedersen, Andrea Rán Hauksdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir.

Íslenska liðið hefur leik gegn Frökkum í Tilburg þann 18. júlí. Næsti leikur er gegn Sviss í Doetinchem þann 22. júlí. Síðasti leikur liðsins er gegn Austurríki í Rotterdam þann 26. júlí.

 Landsliðshópur Íslands á EM 2017

Númer Nafn Fæðingarár Leikir Mörk Félag
  Sókn        
17 Agla María Albertsdóttir 1999 4 Stjarnan
20 Berglind Björg Þorvaldsd. 1992 27 1 Breiðablik
15 Elín Metta Jensen 1995 28 5 Valur
23 Fanndís Friðriksdóttir 1990 84 10 Breiðablik
16 Harpa Þorsteinsdóttir 1986 61 18 Stjarnan
9 Katrín Ásbjörnsdóttir 1992 13 1 Stjarnan
18 Sandra María Jessen 1995 18 6 Þór/KA
  Miðja        
10 Dagný Brynjarsdóttir 1991 70 19 Portland Thorns
5 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 1988 42 5 Valerenga
6 Hólmfríður Magnúsdóttir 1984 110 37 KR
7 Sara Björk Gunnarsdóttir 1990 106 18 Wolfsburg
8 Sigríður Lára Garðarsdóttir 1994 8 ÍBV
  Vörn        
19 Anna Björk Kristjánsdóttir 1989 31 LB07
21 Arna Sif Ásgrímsdóttir 1992 12 1 Valur
4 Glódís Perla Viggósdóttir 1995 54 2 Eskilstuna Utd
11 Hallbera Guðný Gísladóttir 1986 84 3 Djurgarden
3 Ingibjörg Sigurðardóttir 1997 2 Breiðablik
14 Málfríður E. Sigurðardóttir 1984 33 2 Valur
22 Rakel Hönnudóttir 1988 83 5 Breiðablik
2 Sif Atladóttir 1985 63 Kristianstad
  Mark        
1 Guðbjörg Gunnarsdóttir 1985 51 Djurgarden
12 Sandra Sigurðardóttir 1986 16 Valur
13 Sonný Lára Þráinsdóttir 1986 3 Breiðablik