• mán. 19. jún. 2017
  • Fræðsla

KSÍ gestgjafi á UEFA Study Group

Hopmynd-UEFA-SGS-24

Dagana 14. – 17. júní var KSÍ gestgjafi á svokölluðu UEFA Study Group Scheme (SGS) þar sem viðfangsefnið var grasrótarknattspyrna og starfið í félögum landsins. SGS virkar þannig að 4 aðildaþjóðir UEFA heimsækja þá fimmtu og fræðast um viðfangsefni sem tengjast knattspyrnu. KSÍ hefur áður verið gestgjafi í fjórgang þar sem viðfangsefnið var knattspyrna kvenna. Þjóðirnar fjórar voru Belgía, England, Malta og Tyrkland, en fimm fulltrúar komu frá hverri þjóð. Yfirþjálfarar Gróttu, Breiðabliks og ÍBV sögðu frá grasrótarstarfi í þeirra félögum og einnig fór hópurinn til Vestmannaeyja og fylgdist með TM mótinu fyrir 5. flokk kvenna.