U19 kvenna – 2-1 tap gegn Póllandi
U19 ára landslið kvenna tapaði 2-1 gegn Póllandi í milliriðli EM í Þýskalandi í dag. Pólsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið strax á upphafsmínútum leiksins og var það eina mark hálfleiksins. Ísland náði að jafna á 58. mínútu með marki frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur. Á 81. mínútu komst Pólland svo í 2-1 og þar við sat.
Ísland er því ennþá stigalaust í riðlinum en síðasti leikur liðsins verður gegn Sviss nk. mánudag.
Nánari upplýsingar um leikinn í dag er að finna hér.