• fös. 09. jún. 2017
  • Landslið

Stuðningsmannasvæði (Fan Zone) við Laugardalsvöll fyrir komandi landsleiki

Iceland-VS-Portugal-2016_006-©-RomanG

Í undirbúningi er sérstakt stuðningsmannasvæði (Fan Zone) fyrir leiki karlalandsliðs Íslands gegn Króatíu 11. júní og kvennalandsliðsins gegn Brasilíu 13. júní n.k., þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu. Að auki stendur þeim sem ekki náðu að tryggja sér miða á leik Íslands og Króatíu á sunnudag til boða að horfa á leikinn á risaskjá í öflugu hljóðkerfi í góðra vina hópi.

Upphitun hefst tveimur klukkustundum fyrir leikina og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.  Á svæðinu verður boðið upp á andlitsmálningu og hoppukastala auk þess sem Tólfan mætir á svæðið klukkutíma fyrir leik til að keyra upp stemninguna.  Veitingasala verður á svæðinu, sala á Áfram Ísland varningi sem og salernisaðstaða.

Skemmtunin er sett upp með þarfir yngri kynslóðarinnar í huga og eru fjölskyldur því sérstaklega hvattar til að mæta tímanlega til að njóta hennar sem best.

Viðburðirnir verða staðsettir á bílastæðunum fyrir framan Laugardalsvöll og vegna þeirra verða bílastæðin lokuð. Fólk er beðið um að hafa það í huga þegar komið verður á völlinn að færri bílastæði verða í boði í Laugardalnum en venja er á landsleikjum og því um að gera að nýta almenningssamgöngur.

Sjáumst í Laugardalum.  Áfram Ísland!

Leikirnir:

Ísland – Króatía

A landslið karla – undankeppni HM 2018

Laugardalsvöllur kl. 18.45 / Stuðningsmannasvæði opnar 16:45

 

Ísland – Brasilía

A landslið kvenna – síðasti leikurinn fyrir úrslitakeppni EM 2017

Laugardalsvöllur kl. 18.30 / Stuðningsmannasvæði opnar 16:30