• fim. 08. jún. 2017
  • Landslið

Ísland mætir Írlandi í kvöld í vináttulandsleik - Byrjunarliðið

Island-Slovenia-kvk-stemmning-0231

Ísland mætir Írlandi í kvöld í vináttulandsleik en leikið verður á Tallagth vellinum í Dublin.  Leikurinn hefst kl. 19:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Þetta er fyrri vináttulandsleikurinn á nokkrum dögum sem Ísland leikur en á þriðjudaginn tekur Ísland á móti Brasilíu á Laugardalsvelli.


Þetta er í fimmta sinn sem þjóðirnar mætast í A landsleik kvenna og hefur Ísland tvisvar farið með sigur af hólmi og tvisvar hefur orðið jafntefli.  Síðasti leikur þjóðanna var einkar eftirminnilegur en þá mættust þjóðirnar á Laugardalsvelli í seinni umspilsleik um sæti í úrslitakeppni EM 2009.  Fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli en í leiknum á Laugardalsvelli, 30. október 2008, sem oft er nefndur "klakaleikurinn" hafði Ísland betur, 3 - 0 með tveimur mörkum frá Dóru Maríu Lárusdóttur og einu frá Margréti Láru Viðarsdóttur.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Byrjunarliðið:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir

Vængbakverðir: Hallbera Guðný Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og Sigríður Lára Garðarsdóttir

Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Agla María Albertsdóttir