Ísland mætir Írlandi í kvöld í vináttulandsleik - Byrjunarliðið
Ísland mætir Írlandi í kvöld í vináttulandsleik en leikið verður á Tallagth vellinum í Dublin. Leikurinn hefst kl. 19:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma. Þetta er fyrri vináttulandsleikurinn á nokkrum dögum sem Ísland leikur en á þriðjudaginn tekur Ísland á móti Brasilíu á Laugardalsvelli.
Byrjunarliðið:
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir
Vængbakverðir: Hallbera Guðný Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og Sigríður Lára Garðarsdóttir
Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Agla María Albertsdóttir